Vésteinn Hafsteinsson íþróttafrömuður segir, að útgjöld til afreksíþrótta skili sér margfalt til baka. Talar eins og álbræðslusinnar, er þeir sögðu hvert starf við álbræðslu framleiða fjögur önnur störf. Reyndist vera rugl. Útreikningar Fjarðabyggðar um íbúafjölgun í kjölfar álvers á Reyðarfirði reyndust út í hött. Heilar blokkir standa þar auðar, þótt álbræðsla sé hafin. Sama verður um útgjöld til afreksíþrótta. Hugsjónamenn fullyrða of mikið, vitna hver í annan. Á endanum vitna þeir í hagfræðistofnun háskólans. Eða í hverja aðra stofnun, sem reiknar það út, sem hugsjónafólk vill heyra.