InDefence skammar Sigmund

Punktar

Nú er jafnvel inDefence farið að skamma Sigmund Davíð. Harmar nauðasamningana við hrægamma um skattafslátt. Talsmaður hópsins telur betra að ná 862 milljarða skuldalækkun með 39% stöðugleikaskatti. Ekkert slitabúa föllnu bankanna hafi gert athugasemdir við lögmæti þeirrar prósentu. Nauðasamningar séu hins vegar bara um 400 milljarða. Vekja eigi spurningar, hversu fljótir kröfuhafarnir hafi verið fljótir til að samþykkja samningana. Hópurinn gerir líka athugasemd við vald Seðlabankans til að vinna stöðugleikamatið. Bankinn nýtur ekki trausts. Spurning sé svo, að hve miklu leyti þjóðin vilji borga einhverjar bankaskuldir.