Félagslegur rétttrúnaður segir vera ljótt að tala um nýbúa sem vanda, telur það jaðra við rasisma. Samt hefur umræða síðustu daga vakið ríkisstjórnina af værum blundi. Hún ætlar að verja hundrað milljón krónum til að kenna þeim íslenzku. Hún hefði örugglega ekki gert það, ef menn hefðu tekið mark á Jóni í Framsókn, sem sagði þetta ekki umræðuhæft mál. Gaman er, hversu margir hafa skoðun á, hvað sé umræðuhæft. En bezt var að heyra sannleika félagsfræðingsins, sem upplýsti, að víða um heim lenda nýbúar misjafnt í lögbrotum. Einna löglýðnastir eru Indverjar. Við skulum fá fleiri slíka.