Samfylkingarfundurinn í gærkvöldi samþykkti einróma slit á stjórnarsamstarfi strax og kosningar í vetur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur því misst flokkinn úr höndum sér. Samkvæmt Geir Haarde streitast hún enn við að styðja samstarf fram eftir þessu ári að minnsta kosti. Ef hann hefur það rétt eftir henni, er Samfylkingin búin að vera. Heiðarlegt stuðningsfólk flokksins mun bjóða fram sér og hirða meiripartinn af fylgi flokksins. Samfylkingin sæti þá eftir sem einn af smáflokkunum með tvo-þrjá þingmenn. Það yrði herfilegur endapunktur á pólitískum ferli Ingibjargar. Það yrði pólitískt stjörnuhrap.