Ingibjörg Sólrún og Bush

Punktar

Nató styður aukin viðskiptahöft á Íran, þótt vitað sé, að Íran var haft fyrir rangri sök. Bandaríkin fengu stuðning utanríkisráðherra Natóríkja í gær við óbreyttan þrýsting á Íran. Þar er líka átt við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Við getum ekki borið ábyrgð á ríkisstjórnum annars staðar í Evrópu, en ljótt er að sjá undirgefnina. Ætlum við aldrei að komast úr þrælavist þess, sem valdið hefur vandræðum heimsins síðustu sjö árin? Af hverju þarf Ísland að taka þátt í óhæfu Bandaríkjanna í hverju ríkinu á fætur öðru? Ábyrgð á lygum um Afganistan, Írak og nú síðast um Íran?