Innanríkismálin

Punktar

Þótt löggæzla, dómar og refsing séu hornsteinar samfélagsins og í rauninni megintilgangur ríkisvaldsins, er lítill áhugi á því í valdakerfinu. Menn eru önnum kafnir við hliðarmál, sölu ríkiseigna, skipulag fjölmiðla, eftirlit með pólitískum mótmælum, opnun sendiráða og þar fram eftir götunum. Menn gleyma hins vegar að gæta réttar almennings, sem vill, að ríkið veiti öryggi. Glæpamenn eru seint og illa yfirheyrðir, seint og illa dæmdir og seint og illa settir í fangelsi. DV er eini fjölmiðillinn, sem hefur mikið fjallað um slík vandræði, en hægt væri að gefa út dagblað um þau eingöngu.