Jóhanna Sigurðardóttir lýgur ítrekað að okkur, að 75%-95% fáist upp í skuld þjóðarinnar vegna IceSave. Hefur ekkert fyrir sér í því. Alls ekkert. Það er bara ein af venjulegum fullyrðingum hennar út í loftið. Eins og fullyrðingin um, að hin og þessi mál “verði skoðuð”. Ekkert hefur verið reynt að skýra, hvernig meintar eignir IceSave skiptist. Ekki orð um endurheimtulíkurnar í hverjum útlánaflokki. Og ekki orð um, á hvaða rökum þær séu reistar. Jóhanna vill bara, að fullyrðingum sínum sé trúað. Eftir það sem áður var heyrt í innantómum fullyrðingum hennar, er ótrúlegt, að fólk vilji trúa henni núna.