Innflutt láglaunafólk

Punktar

Frjálsir flutningar fólks milli landa Evrópu eru tæki til að flytja frá fallandi stöðum til staða tækifæranna. Því er búizt við 23.400 manna fjölgun þjóðarinnar á næstu fimm árum. Þorri fjölgunarinnar er útlent fólk, sem sækir í láglaunastörf í byggingum, fiskvinnslu og ferðaþjónustu. Á sama tíma flytja fleiri Íslendingar utan, annað hvort á eftirlaunaaldri eða að sækjast eftir betur borguðum störfum. Þessi skipti á fólki fjölga láglaunafólki og halda niðri lágmarkslaunum. Auka álag á opinbera velferð og heilsugæzlu. Gott fyrir stórfyrirtæki, en vont fyrir fátæka og ríkisvaldið. Við þurfum tækifæri til að tempra þessi skipti á þjóðum.