Leyndarhyggja er versti vandi þjóðarinnar. Vanþekking hennar á gangverki þjóðfélagsins gerir henni ókleift að gegna skyldum frjálsborinna borgara. Hundrað milljarða símtal Davíðs og Geirs í hruninu er enn leyndó. Heilar stofnanir passa, að fólk fái ekkert markvert að frétta. Fremstar fara þar Persónuvernd bófa, sem bannar birtingu kennitalna. Og Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem hafnar birtingu hvers kyns ríkisskjala. Allir bankar fela illvirki sín að baki bankaleyndar, jafnvel Seðlabankinn. Kontóristar ríkis og ríkisverndaðra stofnana telja öll opinber gögn vera sitt eigið prívatmál.