Innhverf gíslataka

Punktar

Verkföll eru ekki úrelt. Þau eru löglegt vopn þeirra, sem telja sig vera minni máttar í kjarasamningum. Þar sem afl peninganna er alltaf að aukast á kostnað afls vinnunnar, þar sem vinnukaupendur eru að verða sterkari en vinnuseljendur, má búast við, að verkfallsvopnið verði notað í framtíðinni. … Verkföll koma alltaf niður á þriðja aðila. Einkum verða smælingjar að líða fyrir þau, því að hinir hafa frekar einhverja útvegi fyrir sig. Þannig hellti Dagsbrún niður mjólk á Bæjarhálsi í gamla daga og var sökuð um að spilla heilsu barna. Þá voru meiri tilþrif í átökunum en núna. …