Innihaldslaust ráðherrablaður

Punktar

Þjóðarforeldrarnir Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon vilja, að innihaldslausum fullyrðingum sínum sé trúað. Þótt gögn sýni annað. Þótt IceSave samningurinn sýni annað. Frægust er fullyrðingin um, að 75%-95% skulda IceSave muni endurheimtast. Hún hefur aldrei verið rökstudd, ekki einu sinni fyrir samninganefndunum. Þau segja líka, að þjóðin fái að ráða ferðinni um aðild að Evrópusambandinu. Þótt kosningin verði bara ráðgefandi. Jóhanna segist “viss um”, að farið verði eftir niðurstöðunni. Jóhanna og Steingrímur hafa ekki traust til að geta rakalaust fullyrt út í loftið.