Alþingi getur afgreitt IceSave ruglið með þessari þingsályktunartillögu: “Alþingi Íslendinga hefur kynnt sér boðaða ábyrgð ríkissjóðs vegna IceSave samningsins við Bretland og Holland. Alþingi telur þetta vera úrslitakosti af hálfu Evrópu eins og Versalasamningarnir voru 1917. Þeir voru umfram greiðslugetu Þýzkalands. IceSave ábyrgðin er umfram greiðslugetu Íslands. Sem þing sigraðrar þjóðar í máli þessu samþykkir Alþingi umrædda ábyrgð. Það á enga aðra kosti. En tekur fram, að ábyrgðin verður aldrei innheimtanleg og innheimtist aldrei, því að þjóðfélagið mun alls ekki standa undir henni.”