Innirækt og útivist

Megrun

Hreyfing skiptir miklu máli, þótt hún vegi ekki eins þungt og mataræðið í baráttunni gegn ofþyngd. Þrekhjól, göngubretti og skíðagönguvélar brenna kaloríum. Lyftingatæki færa þyngdina frá ístrunni yfir í vöðvana. Þetta gerist hraðast á líkamsræktarstöðvum. Útivist er hægvirkari, en er þó betri, því hún er skemmtilegri. Gönguferð í fögru og fjölbreyttu landslagi slær út einhæfni vélanna á líkamsræktarstöðvum. Útivist er almennt ákjósanlegri en innivera. En þú þarft að gefa þér meiri tíma í útivist heldur en þú þarft að gera í ræktinni. Gott er að blanda þessu hvoru tveggja saman eftir veðri.