Innrás í Búrma dugar ekki

Punktar

Gefum okkur, að alþjóðasamfélagið samþykki innrás í Búrma af mannelsku. Bandaríkin ein gætu haft forustu með stuðningi Bretlands, Frakklands og Ástralíu. Illþýðinu yrði vikið frá völdum í Búrma og sett upp leppstjórn í staðinn. Við vitum af reynslunni, hvernig það fer. Bandaríkin sýna hefðbundinn tuddaskap. Eftir hálft ár verður bandaríska hernámsliðið búið að æsa hálfa þjóðina gegn sér. Eftir eitt ár hverfa Bretar og Frakkar. Og Bandaríkjamenn farnir að framleiða áætlanir um brottför, sem ekki verði túlkuð sem uppgjöf. Vegna þessa duga ekki innrásir af mannúðarástæðum.