Írak er ekki Serbía

Punktar

Fyrirhugað stríð Bandaríkjanna og Bretlands gegn Írak er ekki sambærilegt við stríð Atlantshafsbandalagsins gegn Serbíu út af Kosovo, þótt farið hafi verið framhjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í báðum tilvikum. Í dæmi Serbíu var Rússland eitt andvígt í öryggisráðinu, en Atlantshafsbandalagið, Evrópusambandið og Balkanskagaríkin voru einróma samþykk því. Stríðið við Serbíu naut því víðtæks stuðnings alþjóðasamfélagsins, en það gerir stríðið við Írak alls ekki.