Fyrirhugað stríð Bandaríkjanna og Bretlands gegn Írak er ekki sambærilegt við stríð Atlantshafsbandalagsins gegn Serbíu út af Kosovo, þótt farið hafi verið framhjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í báðum tilvikum. Í dæmi Serbíu var Rússland eitt andvígt í öryggisráðinu, en Atlantshafsbandalagið, Evrópusambandið og Balkanskagaríkin voru einróma samþykk því. Stríðið við Serbíu naut því víðtæks stuðnings alþjóðasamfélagsins, en það gerir stríðið við Írak alls ekki.