Írak verður nýlenda

Punktar

George W. Bush reynir nú að troða nýjum hernámssamningi upp á leppstjórn sína í Írak. Samkvæmt honum eiga Bandaríkin að hafa 58 herstöðvar í landinu um ótilgreindan tíma. Hernámsliðið og einkaherir á borð við Blackwater eiga að fá ótakmarkaða heimild til hernaðar og handtöku. Á að vera án afskipta innlendra stjórnvalda og innlends dómsvalds. Með þessu verður Írak formlega að bandarískri nýlendu án nokkurs votts af fullveldi. Samningurinn á að taka gildi í lok júlí. Á að gera Bush kleift að lýsa aftur yfir sigri fyrir kosningar. Leppstjórnin er þessu andvíg, en tórir samt í skjóli hernámsins.