Írakskosningar

Punktar

Í New York Times segir Larry Diamond, að kosningarnar í Írak muni gera illt ástand verra, af því að allt landið er eitt kjördæmi. Sjítar muni fjölmenna á kjörstað og fá meirihluta þingmanna, sem muni koma á klerkaveldi að hætti Persa. Ábyrgir súnnítar, þar á meðal ráðherrar í leppstjórninni, vilji fresta kosningum til að freista næðis á svæðum súnníta í kosningunum. Þeir vildu, að landinu yrði skipt í kjördæmi, en á það var ekki hlustað. Allt bendi til, að lítil þáttaka verði af hálfu súnníta, þeir fái ekki aðild að væntanlegri stjórn og haldi áfram að trúa á hryðjuverk sem baráttutæki.