Íran er ítrekun

Punktar

Orðaval ríkisstjórnar Bandaríkjanna um Íran er þessa dagana svipað og það var um Írak skömmu áður en ráðist var á það land. Demókratar á þingi hafa tekið eftir þessu og eru að reyna að koma í veg fyrir, að gerði verði árás á Íran og einkum að hindra kjarnorkuárás. Mark Mazzetti skrifar um þetta í International Herald Tribune. Ríkisstjórnin notar sömu heimildirnar frá leyniþjónustunni og hún notaði áður og allar reyndust vera lygi frá rótum. Demókratar óttast, að ríkisstjórnin skilji ekki, að Íran er stærra ríki og erfiðara. Og að hún skilji ekki, að hún hafi ekki ráð á nýju stríði.