Írar hafa löngum verið taldir hestamenn eins og Íslendingar. Þar eru saman komin mest verðmæti heimsins í hrossum talið. Frægustu veðhlaupahestar heims eru þar á beit. Með fjárhagshruni Írlands bilaði undirstaða hrossaeignar. Miðstéttarfólk, sem áður átti hest eða hlut í hesti, hefur ekki lengur ráð á að halda þeirri eign uppi. Lausnin er því miður oft sú að skilja hestinn eftir í reiðileysi. Þeim er sturtað á öskuhauga, þar sem þeir ráfa um í vatnsleysi og fæðuskorti. Tugþúsundir hrossa eru komin á vonarvöl á Írlandi. Hér á Íslandi gerðist ekkert slíkt. Hér hafa nánast öll hross nóg að bíta.