Isavia geymir ekki gögn um utanferðir stjórnenda og greiðslur af viðskiptakorti félagsins fyrir slíkar ferðir. Hin margfræga Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði, að svo megi vera. Isavia er í ríkiseigu, ein af mörgum stofnunum, sem hafa verið hlutafélagavædd. Reynslan af slíku er ótvíræð. Þær hætta að fara eftir ríkisreglum og byrja að ruddast að hætti einkafyrirtækja. Laun forstjóra og stjórnarmanna margfaldast og á endanum er stofnunum hreinlega stolið frá ríkinu, samanber Kögun. Slík hlutafélög eru að því leyti verri en einkarekstur, að þau lifa á einkavæddri ríkiseinokun. Gera þarf þau aftur að ríkisstofnunum.