Blessunarlega hefur Vigdís Hjaltadóttir leyft okkur að fylgjast nákvæmlega með kríugargi stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Núna er lopinn teygður vegna heimildarfrumvarps um framlengd gjaldeyrishöft. Vigdís lýsir frumvarpinu eins og skyldufrumvarpi og er það hennar framlag til stjórnarandstöðunnar. Auðvitað trúa margir stjórnarandstöðunni og Vigdísi, því að þjóðin er ekki vel gefin. Hins vegar eru sumir orðnir þeyttir á sífelldu upphlaupi, þar sem reglur um þingsköp eru teygðar og togaðar til hins ítrasta. Endurteknir kvöldfundir og næturfundir styðja þá skoðun, að þjóðin sé ekki lýðræðishæf.