Íslam er herská trú

Punktar

Þótt saga kristinnar kirkju sé blóði drifin, verður íslam að teljast vera og hafa verið herskárra trúfélag. Með hervaldi varð hún strax ríkistrú Norður-Afríku og Miðausturlanda allt að Indlandi. Múslimar eiga enn í dag erfiðara með að samlagast öðru fólki en fylgismenn annarra trúfélaga. Síðari hluta miðalda var íslam samt meiri menning en kristni. Í skjóli íslams blómstruðu vísindi, sem áttu erfitt uppdráttar í kaþólskum ríkjum. Á tíma endurreisnar tóku vesturlönd hins vegar framúr. En þá fremur sem veraldleg ríki Mammons en sem kristin ríki. Framfarir fæðast á vesturlöndum, ekki í heimi íslams.