Við skulum bara viðurkenna það. Ríki múslima eru villimannaríki. Ekki vegna almennings, heldur vegna stjórnvalda. Undantekningarlaust eru ríki múslíma hvergi húsum hæf. Íran er gott dæmi um glórulaust stjórnarfar, Sádi-Arabía líka og Súdan, hvert með sínum hætti. Ríkisreknir trúarofstækisflokkar fara um götur. Trúarbrögðum múslima hefur verið snúið upp í mannhatur og dýrkun á ofbeldi. Við getum ekkert gert í þessu, nema hætta stuðningi við apartheid Ísraels. Að vinna gegn öfugþróun íslams er verkefni múslima. Eðlilegt er, að vestræn ríki hafi strangar gætur á ofbeldishneigðum múslimum heima fyrir.