Hef í haust mikið velt Tyrklandi fyrir mér. Mústafa Kemal Tyrkjafaðir hóf þar heimssögulega tilraun árið 1922, þegar Tyrkland varð lýðveldi. Reif fez af körlum og slæðu af kerlingum. Kenndi þjóðinni latneskt stafróf og vildi rækta verkfræðinga og hagfræðinga. Tyrkland væri eftirbátur og þjóðin þyrfti að lina trúna og gerast vestræn. Gekk lengi vel, einkum í Istanbul, þar sem fólk dýrkaði Mammon eins og við. Smám saman kom í ljós, að þorri fólks bjó í sveit og dýrkaði Allah. Snauður sveitavargur hraktist í bæi, Istanbul varð stærsta borg Evrópu. Íslamistar hafa tekið þar völdin af her og Kemal-istum.