Ísland á beinu brautinni

Punktar

Þrátt fyrir IceSave samþykkti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn þriðju endurskoðun efnahags Íslands. Þýðir, að hvorki Seðlabankinn né ríkið verða gjaldþrota á næstu árum. Svakalega fínn árangur aðeins tveimur árum eftir hrun. Erum á réttri leið. Nú þarf bara að finna hundruð milljarða, sem bankarnir geyma í Seðló og ríkispappírum og virkja eitthvað af þeim. Því miður er bönkunum enn stjórnað af banksterum. Þeir treysta aðeins vinum og gæludýrum og einkum þó fjárglæframönnum. Vilja hins vegar setja almenning og sæmileg fyrirtæki á hausinn. Ríkið þarf að afnema bankaleyndina, hertaka bankana og reka svínin.