Ísland eða Sóley eða Týli

Punktar

Egill Helgason vill skipta um nafn Íslands, telur það ópraktískt. Nokkuð er til í því. En Garðarshólmi er vont heiti. Man eftir grein í Eimreiðinni fyrir einni öld. Þar var lagt til, að landið yrði nefnt Sóley. Þunn rök voru þar fyrir því, að það væri þýðing á orðinu Thule hjá Pýþíasi. Finn ekki blaðið núna og finn ekkert á Google. Svona er maður orðinn latur með tækninni. Wikipedia segir, að Thule geti þýtt Ísland og Ultima Thule geti þá þýtt Grænland. Kannski mætti nefna landið Thule eða Týli. Væri ekki upplagt að drepa tímann og hafa kosningu um þetta. Eins og um þjóðarblómið?