Að undirlagi Bandaríkjanna er Íslandi ýtt skipulega úr samstarfi og samningum um norðurslóðir. Nýlega var undirritaður samningur Bandaríkjanna, Rússlands, Kanada, Noregs og Danmerkur/Grænlands um veiðar og verndun í Norður-Íshafinu. Íslandi var hvorki boðið til fundanna né til undirskriftar samningsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra bendir á, að verið sé að frysta Ísland út úr samstarfi um hagsmuni, sem varða Ísland. Allt stafar þetta af bandarískri óbeit á hvalveiðum Íslendinga. Ekki er hlustað á íslenzkar mótbárur, því að andstaðan er orðin að trúarbrögðum. Kristján Loftsson fer að verða fremur dýr í rekstri.