Ísland er ekki dýrt

Punktar

Ísland er ekki of dýrt fyrir ferðamenn, allra sízt Reykjavík. Landið er í tízku og öll tízka er dýrari en Bónus. Lýsingar erlendra túrista benda ekki til okurs í Reykjavík. Hótel fá góðar einkunnir og veitingahús frábærar. Frávikin eru fá og kunn flestum, sem vita vilja. Taka má tillit til styttra ferðatímabils úti á landi. Sumt er þar þó á mörkum okurs, einkum veitingar við þjóðveg 1. Um allt er jafnóðum skrifað á þar til hönnuðum heimasíðum. Skussarnir sleppa því ekki undan aðhaldi. Mesti skussinn er ríkið, er útvegar of lítið hreinlæti, of lítil bílaplön, of lítið af göngustígum, of lítið af malbiki og verkkvíðinn ráðherra.