Ísland er hluti evrópskrar menningar. Þar eru rætur okkar og viðskipti. Við getum flutt þangað margfalt meiri vörur og þjónustu en við gerum. Þar er nothæfur gjaldmiðill og traust kjölfesta í sparsömu Þýzkalandi. Þar í landi er meira dálæti á Íslandi en í nokkru öðru landi. Þar er ekkert eldhaf, þótt Ögmundur sjái slíkt, og þar flagga menn ekki glerperlum og eldvatni til að ginna Íslendinga. Við eigum heima í samfélagi evrópskra þjóða og höfum gagn af evrópskri samvinnu. Kína og Rússland eru allt annar handleggur. Hættum að efast um Evrópu. Göngum heils hugar að samstarfi heimsins farsælustu ríkja.