Evrópa þarf ekki Ísland. Hefur næg verkefni, þótt ekki bætist við græðgi og frekja innræktaðs fólks af útnesjum og úr afdölum. Evrópusambandið hefur séð um varanlegan frið í Evrópu, sameinaðan markað og gífurlega auðsöfnun alþýðu. Njótum góðs, erum raunar að hálfu í sambandinu án þess að geta spillt fyrir því. Höfum frítt spil fyrir fisk og ódýr fargjöld alþýðu í flugi. Evrópa þarf að stöðva stækkunina og gefa sér tíma til að laga innviðina. Þarf að klippa tengsli skriffinna við hagsmunapotara auðs og banka, fá Schengen og evru til að virka rétt. Ísland getur svo reynt að væla út aðild eftir fimm eða tíu ár.