Ísland er ónýtt land, ef fjöldi embættismanna tekur gerræði ráðherra fram yfir reglur um meðferð mála. Ísland er ónýtt land, ef ráðherrar fara að skipa jámenn og undirmálsfólk í embætti. Ísland er ónýtt land, ef pólitíkusum og lagatæknum tekst að salta stjórnarskrá fólksins. Ísland er ónýtt land, ef kvótagreifar ná varanlegu eignarhaldi á auðlindum hafsins. Ísland er ónýtt land, ef því tekst ekki að ná auðlindarentu af auðlindum sínum. Ísland er ónýtt land, ef þjóðin hefur ekki döngun til að hafna pólitískum bófum án þess að velja aðra slíka. Ég tel líkur á, að öll ofangreind atriði séu veruleikinn. Ísland er því ónýtt.