Ríkisstjórnin hefur ekki tök á neinu, lætur reka á reiðanum. Þar er ekki að finna neinn stjórnmálamann, sem getur leitt þjóðina. Þar vantar reisn, greind, heiðarleika og góða siði. Ráðherrarnir allir sæta skelfilegu vantrausti. Fáir trúa orði, sem þeir segja, traustið er upp urið. Þeir hafa engar hugmyndir um lausn yfirvofandi verkfalla, stinga bara haus í sand. Forsætis er meira eða minna týndur, sennilega undir sæng. Þruglar samhengislaust, þá sjaldan er hann birtist. Fjármála er í hans stað á skjánum, þungbrýnni með hverri vikunni. Á alþingi leikur freki karlinn lausum hala. Ríkisstjórnin er á síðustu dropunum.