Hamid Karzai er forseti Afganistans. Bróðir hans, Amed Wali Karzai er einn helzti fíkniefnabarón landsins. Forsetinn er leppur hernáms Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Í skjóli þeirra hindrar hann, að lögum verði komið yfir bróðirinn. Framleiðsla eiturlyfja í Afganistan er nú orðin sú langmesta í heimi. En lá að mestu niðri á valdaskeiði talíbana. Nú hefur leppstjórnin í Kabúl hindrað áætlanir um að dreifa eitri úr flugvélum yfir eiturlyfjaakra. Ekki er amalegt fyrir Ísland að vera aðili að hernáminu. Sem stuðlar að stærsta þjóðfélagsvanda vesturlanda nú um stundir.