Kristján Þ. Davíðsson er dæmigerður Íslendingur Hann kann túrbínutrikkið. Er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Þar er hundruðum milljóna kastað í illa rannsakaðar framkvæmdir. Hann segir: „Þessari fjárfestingu verður varla hent út um gluggann án faglegrar, gagnrýninnar umræðu,“ Notar sitt eigið sukk sem afsökun fyrir því, að varlega þurfi að fara í rannsóknir á umhverfisáhrifum. Túrbínutrikkið hófst í Laxárvirkjun, þegar reisa átti margfalt stærri virkjun en Laxárdalur þoldi. Hefur síðan ítrekað verið notað. En Kristján er sá eini, sem hefur sett rökleysuna á oddinn. Allt, sem hann spreðar, ber að samþykkja eftir á.