Íslandsmet í vantrausti

Punktar

Þjóðin vantreystir ríkisstjórninni og einstökum ráðherrum hennar. Kemur fram í SKOÐANAKÖNNUN Fréttablaðsins. Allir ráðherrar sæta meira vantrausti en trausti. Lægst fer Hanna Birna með 25% vantraust, sem líklega er Íslandsmet. Engin fyrri ríkisstjórn hefur fengið slíka útreið í könnun á trausti. Orsökin er, að á rúmu einu valdaári hafa ráðherrarnir almennt sýnt heimsku og hroka og einkum gengið fram í siðblindu. Málið snýst ekki um lélegan spuna hennar, heldur um almennan hæfileikaskort ráðherranna. Þegar landsfeður hafa á annað borð glatað trausti, glata þeir líka meðvirkni fólks og geta svo ekki unnið sig út úr vítahringnum.