Íslendingar eru í liði

Punktar

Það hvimleiðasta við annan hvern Íslending er, að hann er í einhverju liði. Hann styður einhvern flokk og mundi styðja hann áfram, þótt kvikmynd sýndi, að leiðtogarnir stunduðu mannát. Hann fylgist nefnilega ekki með fréttum og enn síður með umræðum um fréttir. Upplýsingar ná almennt ekki til nema annars hvers Íslendings. Því getur Hanna Birna logið linnulaust út og suður í heilt ár. Mætt svo á kirkjuþing til að væla um gagnrýni. Þannig geta geðbilaðir embættismenn safnað morðvopnum í kyrrþey. Síðan logið út og suður, þegar upp kemst. Þannig nauðgar annars rúmliggjandi forsætis sínu Undralandi með mánaðarlegum skætingi.