Hrunið er skýrasta dæmið um, að Íslendingar eru óhæfir til að stjórna málum sínum. Kjósendur fleygðu atkvæði sínu á dugnaðarmenn, sem bjuggu til hreint eftirlitsleysi með hákörlum viðskiptalífsins. Eftir hrunið hafa kjósendur haldið uppteknum hætti. Jafnvel gengið enn lengra, kosið spillta Gnarrista til valda í Reykjavík. Ráðuneytin eru meira eða minna skipuð óhæfu fólki, sem getur ekki einu sinni smíðað nothæf lagafrumvörp. Eitt ráðuneytið leigði sömu landspilduna þremur aðilum í senn. Íslendingar misnota valdið ævinlega. Geta ekki einu sinni rökrætt. Okkur bráðvantar evrópskan byrokratisma.