Sigurður Ingi Þórðarson komst langt. Menn töluðu hér í alvöru um, að vondir kallar, sennilega Wikileaks, væru að hlera Alþingi. Þvílíkum ljóma stafaði af Sigurði Inga, að bandaríska alríkislögreglan, FBI, sendi hingað sveit til að læra af snillingnum. Með stuðningi ríkislögreglustjóra tók hún hann með sér vestur um haf til að fá nánari fréttir. Allsherjarnefnd Alþingis var svo hrifin, að hún fékk hann til fundar við sig. Sigurður Ingi er þó valinkunnur svindlari, er býr til ævintýri til að lifa á. Situr í varðhaldi eftir frækna braskslóð og bunka af kærum. Já Íslendingar, við erum skáld og meikum það.