Íslendingurinn

Punktar

Refurinn er ókrýndur konungur Íslands, hefur lifað af súrt og sætt og röltir nú í rólegheitum á afleggjaranum heim að Kaldbak eins og bíllinn sé ekki til. Tófuskyttur hafa orðið að láta undan síga og snjórinn á Kaldbaki er þakin sporum kruss og þvers. Sömu sögu er að segja víðar um heim. Í hinu fræga Bretlandi refaveiða eru tófur farnir að gera dælt við íbúa í London, sofa á bílum þeirra við Hyde Park og Regent Park. Oftast verður náttúran að gefa eftir, en stundum sækir hún fram á nýjan leik. Refurinn er þar í fremstu víglínu, þrautþjálfaður eftir viðureign við ótal kynslóðir manna. (DV)