Íslenzk lygi

Fjölmiðlun

Mynd Fréttablaðsins af bjórveizlu í viðhafnarsal Laugardagsvallar minnir á róttækan mun íslenzkrar og bandarískrar lygi. Þar hafa lygarar sjálfsvirðingu og reyna að hagræða sannleikanum. Hér eru þeir án sjálfsvirðingar og segja bara að svart sé hvítt. Enda sagðist bjórvertinn aðeins bjóða kaffi og kökur. Hann skammaðist sín ekki og hugsaði sem svo: “Það gengur betur næst.” Ég hef alltaf áminnt blaðamenn um að eiga öll samtöl á segulbandi. Hundrað sinnum hef ég heyrt: “Hvert orð í blaðinu er lygi.” Hundrað sinnum hef ég sagt: “Það er allt á bandinu”. Nú hafa menn allt á myndsímanum. Það er frábært.