Íslenzk mistök lærdómsrík

Punktar

Rétt er að reyna að vernda litlar innistæður í bönkum á Kýpur. Þær eru ekki vandinn. Ekki frekar en almenningur er vandinn. Böl Kýpverja er það sama og Íslendinga árið 2008. Stjórnvöld hafa hleypt bönkunum í margfalda stærð þjóðarbúsins, leyft þeim að soga inn erlent lánsfé. Hér var allt sparifé verndað, sem reyndist vera röng ákvörðun Geirs Haarde. Aðeins hefði átt að vernda litlar upphæðir. Nú er verið að reyna slíkt á Kýpur. Því miður vinnur tíminn ekki með lausn. Rússar reyndu auðvitað að ná út fé sínu. Bönkunum á Kýpur hefur því verið lokað. Vonandi lærir Evrópa betur af mistökum Geirs.