Dauðaþrá íslenzkra kjósenda minnir á Ítali. Þeir hyggjast kalla enn einu sinni yfir sig Silvio Berlusconi, sem setti Ítalíu á höfuðið. Elska sinn ofurbófa eins og Íslendingar elska sína bófa. Á báðum stöðum er svo að sjá, að hrunverjar taki völdin að nýju eftir minniháttar hreingerningu. Ferill Berlusconi er ljós, samfelld hörmungarsaga spillingar og hruns fjármála ríkisins. Minnir mikið á íslenzka hrunverja. Nú vilja íslenzkir sauðir aftur kalla yfir sig hrunverja. Fela þeim að blása blöðru til að sprengja. Þótt umsýsla hrunverja í þágu sérhagsmuna gæludýra sinna sé öllum skynugum ljós.