Íslenzk pólitík geld

Punktar

Fróðlegt verður að sjá, hvaða stjórnmálaflokkur tekur fyrstur opinberlega stöðu með verkalýðshreyfingunni og hennar hóflegu kröfum. Samfylkingin gerði það ekki á sínum landsfundi, sem hefði þó verið tilvalið. Merki um, að lágstéttir hafa þar í flokki vikið fyrir miðstéttarfólki með lífsstílsvanda. Svipaða sögu er að segja af Vinstri grænum. Einnig þar er horfið sambandið við þá, sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Um Bjarta framtíð þarf ekki að tala, hún hefur eingöngu skoðun á ráðherrastólum. Ég er dáldið hissa á pírötum að grípa ekki tækifærið til að gera það, sem hinir stirðnuðu áttu að gera. Íslenzk pólitík er geld.