Íslenzk stéttaskipting

Punktar

Veit ekki nákvæmlega, hvernig við skiptumst í stéttir. Samkvæmt skuldastöðu heimilanna má ætla, að 15% hafi það mjög skítt og 35% eigi í viðráðanlegum fjárhagserfiðleikum. Stærsti hlutinn, 45% hefur það mjög gott, fer jafnvel í búðir í Boston. Ofan á þessu sitja svo 5%, sem græða á tá og fingri, einkum með því að ræna arði auðlindanna af þjóðinni. Með auðsköttum af ýmsu tagi má gera meira af því að færa fé þaðan niður til þeirra, sem verst hafa það. Um þetta snýst pólitíkin á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn berst með klóm og kjafti gegn slíkri jöfnun. Hann er hagsmunatæki bófanna, sem rændu fé okkar.