Eðlileg er birting íslenzkrar teikningar af Múhameð spámanni í DV í morgun og í Sögunni allri á morgun. Hún er í samræmi við samfélag, sem reis á Vesturlöndum í kjölfar byltinganna í Frakklandi og Bandaríkjunum í lok átjánu aldar. Þá var oki presta létt af kristnum þjóðum, þær urðu frjálsar. Allt var þetta í anda Voltaire, sem barðist gegn hræsni og miðaldahyggju, sem enn stýrir heimi Íslams. Bylting fólkksins gerði því kleift að hæðast að trúarhræsni, þar á meðal hræsni múslima. Eðlilegt er, að Salmann Tamini biðjist afsökunar á að hafa reynt að troða íslömskum miðöldum upp á Ísland.