Íslenzk þöggun

Punktar

Ógeðssaga Kastljóss af Karli Vigni Þorsteinssyni í Eskihlíð 16 er samfelld ádeila á góðgerðastofnanir. Hvarvetna vissu menn um ógeðið og vísuðu því frá sér. Í mesta lagi var hann rekinn, af Kumbaravogi, frá Aðventistum og af Sólheimum. En menn létu sér í léttu rúmi liggja, að Karl Vignir mundi halda áfram annars staðar. Samfélagsvitund vantaði í stjórnendur góðgerðastofnana þessara. Bráðum fer fólk að væla um, að Karl Vignir sé sjúklingur, sem eigi bágt. Eins og Matthías Máni, sem flúði upp í Hreppa og Guðmundur Karl, sem var teipaður. Íslenzk ofbeldisvernd og þöggunarárátta láta ekki að sér hæða.