Íslenzk tunga á vefnum

Punktar

Google hyggst skanna 15.000.000 bækur á ensku og gera þær aðgengilegar í stafrænu formi á vefnum. Franska stjórnin hyggst gera svipað fyrir bækur á frönsku og hefur hvatt Evrópusambandið til að hafa frumkvæði að slíkri söfnun heimilda fyrir öll tungumál Evrópusambandsins. Hér á landi er hægt að sjá Morgunblaðið í stafrænu formi. En hvað fleira? Sjálfur hef ég sett mína leiðara á vefinn í stafrænu formi. Stjórnvöldum ber skylda til að taka frumkvæði í máli, sem varðar miklu um stöðu íslenzkrar tungu í heiminum. Alan Riding skrifar um þetta í International Herald Tribune.