Auðræði er ríkjandi þjóðskipulag á Vesturlöndum. Lýðræði er bara þykjusta. Peningavaldið ræður öllu, pólitíkusum, sveitarstjórnum, fjölmiðlum. Erlendis eru það mest bankarnir, sem ráða, hér eru það kvótagreifarnir. Þeir gera út pólitíkusa, Moggann og Flokkinn, jafnvel forsetann. Hóta áhöfnum og plássum öllu illu, ef einhver fer út af línunni. Samherji reynir tæpast lengur að fela sig að baki fagurgala um lýðræði. Engu máli skiptir, hverjir eru í ríkisstjórn og hverju er andmælt í bloggi eða fésbók. Kvótagreifarnir eiga peningana í krafti kvótans og láta þjóðina sitja og standa sem þeim sýnist.