Fréttamennska er hér á landi komin niður á þetta plan: Sigmundur Davíð segir, að styrkveitingar hans séu arfur frá Jóhönnu og að þær séu að hætta. Sérhver setning í málflutningi hans um þetta efni var rakin lygi, sem auðvelt er að komast að. En fréttastofa Ríkisútvarpsins leyfði SDG að flytja þvæluna. Án þess að gá að sagnfræðinni og segja frá hinu rétta. Með hjálp fjölmiðla fá verstu lygarar og bullarar landsins að vaða um óáreittir. Siðblindir leika lausum hala án nokkurrar ritstjórnar þeirra, sem flytja okkur lygina. Það er því von, að þúsundir fábjána missi fótanna, þegar þeir koma í kjörklefann.