Íslenzka frjálshyggjan

Punktar

Hugtakið frjálshyggja kemur oft fyrir í umræðunni, án þess að ljóst sé, hvað það þýði. Upprunalega er það pólitísk heimspeki frá útlöndum, sem þýdd var á íslenzkar aðstæður, einkum af Hannesi H. Gissurarsyni og lærisveinum hans. Vegna tengsla Hannesar við Davíð Oddsson og Eimreiðarhópinn fluttist orðið yfir á stjórnarstefnu Davíðs sem forsætis. Fór að snúast um einkavinavæðingu banka og pilsfaldakapítalisma, er fólst í að misnota aðstöðu ríkisvalds, til viðbótar skorti á eftirliti með framtaki. Hér er þetta núna almennt kölluð frjálshyggja eða nýfrjálshyggja, þótt sé á skjön við erlendar forskriftir.